Erlent

Árs fangelsi fyrir að geyma látna móður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Margir láta glepjast af þessum og skirrast jafnvel ekki við að geyma látnar mæður árum saman til að næla í nokkra slíka.
Margir láta glepjast af þessum og skirrast jafnvel ekki við að geyma látnar mæður árum saman til að næla í nokkra slíka.

Rúmlega sextug kona í Flórída hefur verið dæmd til eins árs og eins dags fangelsisvistar fyrir að hafa geymt lík móður sinnar á heimili sínu í sex ár og hirt ellilífeyri hennar á meðan, alls um 230.000 dollara. Móðirin látna átti rétt á hvoru tveggja, lífeyri fyrir sjálfa sig og mann sinn, sem hafði gegnt herþjónustu. Var því um töluverða upphæð að ræða og lét dóttirin freistast af því. Auk fangavistar er henni gert að endurgreiða alla upphæðina með vöxtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×