Innlent

Vonast eftir lausn á Icesave fyrir mánaðamót

Jóhanna Sigurðardóttir vonast til að Icesave málinu fari að ljúka fljótt.
Jóhanna Sigurðardóttir vonast til að Icesave málinu fari að ljúka fljótt.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að lausn fáist í Icesave málinu áður en þing kemur saman fyrsta október næstkomandi.

„Ég er að vona að við séum að fá lausn í þessu máli á næstu dögum og vonandi áður en þing kemur saman," sagði Jóhanna fyrir sameiginlegan þingflokksfund Samfylkingarinnar og VG sem hófst klukkan fjögur í dag. Þá segist Jóhanna einnig eiga von á því að fá fljótlega svör við bréfum sem hún sendi forsætisráðherrum Breta og Hollendinga vegna málsins.

Bretar og Hollendingar sendu ríkisstjórn Íslands skilaboð í síðustu viku þar sem fram kom álit þeirra á fyrirvörum sem Alþingi Íslendinga samþykkti við ríkisábyrgð á Icesave samkomulaginu í síðasta mánuði. Helstu athugasemdir Breta og Hollendinga eru þær að í fyrirvörunum er gert ráð fyrir að ríkisábyrgð renni út árið 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×