Innlent

Utanríkisráðherra fundaði með framkvæmdastjóra AGS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson ræddi við Strauss-Kahn í dag.
Össur Skarphéðinsson ræddi við Strauss-Kahn í dag.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund með Dominique Strauss-Kahn aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fór fundurinn fram í New York.

„Utanríkisráðherra fór ítarlega yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og framgang efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar sem mótuð var í samstarfi við AGS,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að ráðherra hafi útskýrt stöðuna í Icesave-málinu fyrir framkvæmdastjóranum.

Ekkert kemur fram í tilkynningunni um það hvort ráðherra hafi krafist skýringa á töfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslendinga. Hún hefur tafist frá því í febrúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×