Erlent

Hermenn tvístruðu mótmælendum í Hondúras

Hermenn tvístruðu mótmælendum í dag. Mynd/AP
Hermenn tvístruðu mótmælendum í dag. Mynd/AP
Hermenn í Hondúras tvístruðu í dag hópi mótmælenda sem höfðu tekið sér stöðu fyrir framan sendiráð Brasilíu í höfuðborginni Tegucigalpa. Mótmælendurnir eru stuðningsmenn hins burtrekna fyrrverandi forseta landsins Manuel Zelaya sem fyrr á árinu var steypt af stóli af hernum.

Zelaya hefur nú snúið aftur til heimalandsins og dvelst hann í sendiráði Brasilíu en Brasilíumenn styðja hann í baráttu sinni við að endurheimta forsætaembættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×