Erlent

Myrti konu sína og fimm börn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Damas er í haldi lögreglunnar á Haíti. Mynd/ AFP.
Damas er í haldi lögreglunnar á Haíti. Mynd/ AFP.
Mesac Damas, 33 ára gamall karlmaður frá Bandaríkjunum, hefur verið kærður fyrir morð á eiginkonu sinni og fimm börnum.

Damas flúði frá Florída til Haíti á föstudagskvöld, en kvöldið eftir fundust lík eiginkonunnar og barnanna. Lögreglustjórinn í Collier sýslu í Florída, þar sem fjölskyldan bjó, sagði við fjölmiðla í dag að Damas hefði verið handtekinn og yrði ekki látinn laus gegn tryggingargjaldi. Lögreglumenn héldu til Haíti í dag til þess að yfirheyra Damas og mun hann væntanlega verða framseldur til Bandaríkjanna.

Á vef breska blaðsins Guardian kemur fram að lögreglustjórinn í Collier sýslu hafi ekki upplýst með hvaða hætti konan og börnin voru myrt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×