Erlent

Kynlífsþyrstir Norðmenn streyma til Danmerkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vændishúsum hefur fjölgað á Norður-Jótlandi. Mynd/ AFP.
Vændishúsum hefur fjölgað á Norður-Jótlandi. Mynd/ AFP.
Þann 1. janúar síðastliðinn var gert ólöglegt að kaupa kynlífsþjónustu í Noregi. Norska blaðið Verdens Gang telur að eftir að þessi lög hafi þýtt aukin uppgrip fyrir eigendur pútnahúsa á norðurhluta Jótlands því kynlífsþyrstir Norðmenn streymi yfir landamærin.

Frá 1. janúar 2009 hefur danska lögreglan tekið eftir því að pútnahúsum hefur fjölgað um 50%. Aukningin er einkum í nyrstu bæjunum, þar sem sjósamgöngur til Noregs eru góðar.

„Við getum fullyrt að það hafa opnað fleiri pútnahús í bæjum eins og Frederikshavn, Hirtshals og Hjørring," segir Frank Olsen hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi í samtali við Verdens Gang.

Í Frederikshavn, þar sem 23 þúsund manns búa, eru að minnsta kosti tíu staðir sem markaðssetja kynlífsþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×