Innlent

Árekstur á Suðurlandsbraut

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Harður tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsbraut um fimmleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni skemmdust bílarnir töluvert og voru dregnir burt með krana. Frá sjúkraliðinu fengust þær upplýsingar að einn sjúkrabíll hefði verið sendur á staðinn en ekki er vitað hvort fólkið sem var í bílunum hafi slasast alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×