Innlent

Fleiri börn þurfa vistun á meðferðarheimilum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umsóknum um pláss á meðferðarheimilum fjölgaði á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Umsóknum um pláss á meðferðarheimilum fjölgaði á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Umsóknum um vistun á meðferðarheimilum Barnaverndastofu hefur fjölgað umtalsvert á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Umsóknir voru 78 á fyrstu sex mánuðum ársins en í fyrra voru þær 68 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um tilkynningar til barnaverndanefnda sem Barnaverndastofa opinberaði í dag.

Umsóknum um langtímameðferð fækkaði um eina, en fjölgun varð í umsóknum um greiningarmeðferð á Stuðlum og lítilleg fjölgun í umsóknum um vímuefnameðferð Götusmiðjunnar. Rúmlega 78% umsókna voru frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur, en tæplega 22% umsókna frá barnaverndanefndum á landsbyggðinni.

Umsóknum um meðferð hefur fækkað frá barnaverndanefndum á landsbyggðinni, en fjölgað frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur miðað við fyrstu 6 mánuði ársins 2008. Þá bárust fleiri umsóknir fyrir drengi en stúlkur á fyrstu mánuðum þessa árs og meðalaldur barnanna hefur lækkað og er nú rúmlega 15 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×