Fleiri fréttir

Fylla 2,5 milljónir lifrardósa

Niðursuðuverksmiðja Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík verður rekin á fullum afköstum í vetur og er gert ráð fyrir að framleiddar verði 2,5 milljónir dósa af niðursoðinni fisk­lifur.

Obama gerir sér litlar vonir

Barack Obama Bandaríkjaforseti gerir sér litlar vonir um árangur af fundum sínum í New York í dag með Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Birgitta er fegin að losna við peningana

„Peningar eru mesta böl sem grasrótarstarf getur fengið yfir sig. Þeir drepa sköpunarkraftinn. Þess vegna erum við bara fegin því að þeir verði eftir í Borgarahreyfingunni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, sem klauf sig úr Borgarahreyfingunni í síðustu viku.

Hótaði manni lífláti

Ofbeldisseggur gerði tilraun til þess að ræna mann í kvöld við bókabúð Máls og menningar í miðborg Reykjavíkur. Ofbeldisseggurinn steytti hnefa og hótaði þolandanum lífláti og líkamsmeiðingum ef hann léti ekki af hendi veski.

Bíður staðfestingar á fréttum af Morgunblaðinu

„Ég ætla að bíða með að tjá mig um fréttina þangað til hún er staðfest,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjás eins, aðspurð hvernig henni lítist á að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins.

Vill atvinnuleysisbætur í lengri tíma

Þrátt fyrir spár um að samdrátturinn í Bandaríkjunum sé á undanhaldi mun fulltrúadeild Bandaríkjaþings ræða í vikunni lagafrumvarp sem kveður á um fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í lengri tíma en nú er.

Yfir helmingi landsmanna stefnir í gjaldþrot

Yfir helmingur þjóðarinnar stefnir í gjaldþrot eða nær endum saman með naumindum, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Mikill meirihluti styður hugmyndir um afnám verðtryggingar og niðurfærslu húsnæðislána.

Fyrrum stjórnendur og aðaleigandi Kaupþings fá ekki tölvugögn

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnenda Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda bankans, um að fá afhent endurrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í máli gegn þeim sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

Vatnsberinn með amfetamín á Litla-Hrauni

Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver og oft er kallaður Vatnsberinn, hlaut dóm í dag eftir að amfetamín fannst í fangaklefa hans á Litla-Hrauni í desember. Þór á að baki langan sakaferil allt frá árinu 1979 en hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson.

Leigubílstjórar ósáttir við nýja leigubílastæðið í Hafnarstræti

Leigubílstjórar eru margir hverjir ósáttir við þær breytingar sem gerðar hafa verið í miðborginni en leigubílaskýlið sem staðið hefur við Lækjargötu hefur verið flutt inn í Hafnarstræti. Jóhann Sigfússon formaður Bifreiðastjórafélagsins Átaks segist ekki vita um einn einasta leigubílstjóra sem sé sáttur við breytingarnar enda sé nýja staðsetningin afar slæm. Hann segir að leikubílstjórar muni flestir hunsa nýja stæðið.

Össur fer á allsherjarþing SÞ

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem sett verður miðvikudaginn 23. september. Utanríkisráðherra flytur aðalræðu fyrir Íslands hönd í allsherjarþinginu laugardaginn 26. september. Þá mun hann leiða fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja 23. september.

Styttist í siðareglur ráðherra

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að stefnt sé að því að staðfesta sem fyrst siðreglur fyrir ráðherra, embættismenn og aðra starfsmenn stjórnsýslunnar. Almenningi gefst tækifæri að gera athugasemdir við reglurnar.

Þingmannalaus Borgarahreyfing fær tugi milljóna

Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum.

Sveitarstjóri býður ráðherra VG velkomna í skoðunarferð

Ráðherrar vinstri grænna hafa boðað friðlýsingu Gjástykkis en virðast ekki vita að sveitastjórnir á svæðinu hafi nýlega lagt til friðlýsingu á lang stærstum hluta þess og er orkuvinnsla aðeins heimil á um tveimur prósentum svæðisins samkvæmt nýlegu svæðisskipulagi. Sveitarstjóri Norðurþings býður ráðherra VG því velkomna norður til þess að kynna sér málin.

Upplýsingavefur um aðildarumsókn Íslands

Utanríkisráðuneytið opnaði nýverið upplýsingavef um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Á síðunni er meðal annars hægt að skoða og fylgjast með aðildarferlinu, skoða spurningalista framkvæmdastjórnar ESB til íslenskra stjórnvalda og málaflokka og uppbyggingu viðræðnanna.

Íbúi við Hverfisgötu handtók fjóra brennuvarga

Íbúi við Hverfisgötuna hljóp á eftir fjórum brennuvörgum eftir að þeir höfðu kveikt í mannlausu húsi við götuna í gærkvöldi. Náði hann að loka þá inni á veitingastaðnum Ítalíu og halda þeim þar til lögreglan kom á staðinn. Því var um að ræða svokallaða borgaralega handtöku. Um er að ræða börn á aldrinum 11 til 15 ára og mun lögregla vísa máli þeirra til barnaverndaryfirvalda.

Forsetinn á heimsþingi Bills Clintons

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur í vikunni erindi í pallborðsumræðum á heimsþingi Clinton stofnunarinnar, Clinton Global Initiative, þar sem fjallað verður um hvernig fjármálamarkaðir geta þjónað almannaheill á heimsvísu. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að Ólafur Ragnar mun taka þátt í umræðum á þremur alþjóðlegum málþingum í New York og Washington í vikunni. Þá mun hann eiga fundi með þjóðarleiðtogum, sérfræðingum og áhrifafólki í alþjóðamálum, orkumálum, loftslagsmálum og á fleiri sviðum.

Ungir menn í miður góðu ástandi festust í lyftu

Lögreglan og slökkvilið komu sjö ungum mönnum til aðstoðar í fjölbýlishúsi í miðborginni aðfaranótt laugardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að mennirnir hafi allir verið í miður góðu ástandi og að drjúga stund hafi tekið að losa þá úr prísundinni. Ekki er að fullu ljóst hvað orsakaði bilunina en sjálfsagt hefur það haft sitt að segja að burðargeta lyftunnar miðast að hámarki við sex menn.

Þjóðleikhússtjóri skipaður innan skamms

Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, skipaði til að ræða við umsækjendur sem sóttu um stöðu Þjóðleikhússtjóra skilar af sér umsögn fyrir lok vikunnar. Í framhaldinu mun ráðherrann skipa í stöðuna.

Netþjónn Iceland Express kominn í lag

Netþjónn Iceland Express lá niðri um tíma í dag vegna mikillar ásóknar í tilboð á vegum félagsins. Kerfið er nú komið í samt lag að nýju.

Telur fasteignamarkaðinn vera að taka við sér

Fasteignaverð hefur lækkað um 30% frá því að kreppan skall á segir formaður Félags fasteignasala sem telur þó vísbendingar um að markaðurinn sé að taka við sér og ekki komi til frekari lækkana.

Styttist í ákæru vegna morðsins í Hafnarfirði

Rannsókn á morðinu sem framið var í Hafnarfirði um miðjan ágúst er enn ekki formlega lokið. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem gerðar voru á lífsýnum sem fundust á vettvangi.

Auglýsa eftir leiguhúsnæði fyrir fangelsi

Ríkiskaup auglýsa fyrir hönd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins eftir húsnæði til leigu til tveggja ára undir fangelsi. Fangaklefar hér á landi eru of fáir til að rúma fyrir alla þá sem dæmdir eru í fangelsi.

Drápu 150 uppreisnarmenn sjíta í Jemen

Öryggissveitir í Norðvestur-Jemen drápu um 150 uppreisnarmenn sjíta í gær eftir að þeir reyndu að sölsa undir sig forsetahöllina í Saada.

Nýtt iPod-hálsbindi á markað

Breski skyrtuframleiðandinn Thomas Pink hefur hannað sérstakt iPod-hálsbindi fyrir fólk sem er orðið þreytt á að vera með alla vasa fulla af farsímum, lyklum, veskjum og öðru dóti sem almennt er í vösum, þar með talið iPod-spilurum.

Bretum leiðbeint um framkomu við fastandi múslima

Starfsmenn breska innanríkisráðuneytisins fengu í síðustu viku afhentan fimm blaðsíðna leiðbeiningabækling um framkomu í garð múslima í föstumánuðinum ramadan en honum lauk núna um helgina.

Brown og Gaddafi funda

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown mun funda með Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga á fimmtudaginn og reyna með því að lægja reiðiölduna sem reis í Bretlandi eftir að Skotar slepptu Lockerbie-sprengjumanninum Ali Mohmed al-Megrahi úr fangelsi af mannúðarástæðum, eins og það var skýrt.

Nýjar uppgötvanir tengdar blöðruhálskrabba

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar ásamt vísindamönnum í Finnlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Spáni, hafa fundið fjóra breytileika í erfðamengi mannsins, sem auka mjög líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli, segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.

Eldur í mannlausu húsi í Hvalfjarðarsveit

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í mannlausu íbúðarhúsi í Nýhöfn í Hvalfjarðarsveit í gær. Slökkvilið frá Akranesi og Borgarbyggð voru kölluð á vettvang, en þegar þau komu, hafði eldurinn kafnað vegna súrefnisskorts.

Barentshafið fullt af þorski

Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum Norðmanna og Rússa í Barentshafi sýna að stofnar þorsks og ýsu eru í afar góðu ástandi. Þessar niðurstöður vekja athygli þar sem veiðin undanfarinn áratug hefur verið langt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknastofnunarinnar (ICES). Fiskifræðingar eru ekki sammála um hvort Íslendingar geti lært af þessari þróun í Barentshafinu.

Tölvurnar sjá um verðbréfaviðskiptin

Verðbréfamiðlarar hafa undanfarin ár í æ meiri mæli notast við tölvutæknina til að auðvelda sér störf sín. Nú er hins vegar svo komið að tölvurnar eru farnar að geta séð að stórum hluta um störf verðbréfamiðlara.

Dansa þjóðdans undir berum himni

„Það er rosalega skemmtilegt að dansa svona undir berum himni. Þannig fáum við ferskt loft og holla útivist um leið og við dönsum,“ segir Jóhanna Harpa Agnarsdóttir. Jóhanna er ein af þeim sem hefur í sumar og síðasta sumar stigið dans á Miklatúni á hverju miðvikudagskvöldi.

Endurbyggja brunn

Verið er að leggja lokahönd á að gera gamla vatnsbólið á tóftasvæðinu suður af Egilsbraut í Þorlákshöfn sýnilegt. Að því er Barbara Guðnadóttir segir á vef sveitarfélagsins Ölfuss er brunnurinn hlaðinn og heill niður á um þriggja metra dýpi. Sjávarfalla gætir í brunninum.

Hvattur til að endurskoða framboð

Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við David Paterson, ríkisstjóra New York, að hann gefi ekki kost á sér til embættis ríkisstjóra í næstu kosningum sem fara fram árið 2010.

Komu í veg fyrir gleðigöngu

Samkynhneigðir hættu í gær við fyrirhugaða gleðigöngu sína í Belgrad, höfuðborg Serbíu, vegna hótana frá harðlínuhópum þjóðernissinna, sem boðuðu til mótmælasamkomu gegn gleðigöngunni.

Múslimar fagna föstulokum um heim allan

Múslimar fagna föstulokum með ýmsum hætti víða um heim. Í Kaíró í Egyptalandi flykktist fólk í gær út á götur og að bökkum Nílarfljóts til að sýna sig og sjá aðra. Börnin skemmtu sér við að skjóta flugeldum á loft og verslunareigendur héldu stórútsölur til að draga að viðskiptavini.

Fyrrverandi samherjar deila

Í Frakklandi hefjast í dag réttarhöld í máli Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta gegn Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra. Sarkozy sakar de Villepin um að hafa breitt út gróusögur um sig til að draga úr möguleikum sínum til að sigra de Villepin í forsetakosningum árið 2007.

Hlýtur að vera misskilningur

Velferðarsviði Reykjavíkurborgar er gert að skera niður rekstrarkostnað sinn um 5,76 prósent á þessu starfsári samkvæmt áætlun sem borgarstjóri lagði fram í borgarráði á fimmtudag. Bundinn kostnaður við fjárhagsaðstoð og leigubætur, sem áætlað er að verði um 3,2 milljarðar á árinu, er þar hins vegar ekki undanskilinn.

Gröndalshús verður gert upp og flutt

„Þetta hús skiptir miklu fyrir sögu Reykjavíkur. Það er þarft að heiðra minningu Benedikts Gröndal og alls sem hann stóð fyrir varðandi bókmenntir og vísindi, og eins hefur húsið mjög sérstaka þýðingu í byggingarsögulegu tilliti. Því er mjög ánægjulegt að húsinu verði gert hátt undir höfði,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.

Aðstoðarmenn sjálfsmorða fá leiðbeiningar

Ríkissaksóknari Bretlands mun gefa út leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast aðstoða veikt fólk við að svipta sig lífi. Þegar er áætlað að 115 einstaklingar búsettir í Bretland hafi farið til Sviss þar sem þau sviptu sig lífi.

Sjá næstu 50 fréttir