Erlent

Danir eru bjartsýnir þrátt fyrir kreppu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strikið í Kaupmannahöfn. Danir eru bjartsýnir á framtíðina þrátt fyrir efnahagsástandið.
Strikið í Kaupmannahöfn. Danir eru bjartsýnir á framtíðina þrátt fyrir efnahagsástandið.
Þrátt fyrir að Danir hafi orðið fyrir barðinu á alheimskreppunni eins og íbúar í flestum öðrum ríkjum heims eru viðhorf þeirra til framtíðarinnar mjög jákvæð. Þetta sýnir rannsókn um viðhorf Dana til framtíðarinnar, sem Capacent rannsóknir gerðu fyrir Rauða krossinn í Danmörku.

Í Jyllands Posten kemur fram að viðhorf þriðja hvers Dana til framtíðarinnar hafi batnað á undanförnu ári þrátt fyrir kreppuna. Einungis 12% af þeim 1000 sem voru spurðir sögðu að þeir hefðu minni væntingar til framtíðarinnar en þeir höfðu fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×