Innlent

„Allsherjar óánægja með allt“

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, gekk frá samningum um frágang mála bankans fyrir tíu dögum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Þorsteinn Þorsteinsson skrifuðu undir fyrir ráðuneytið.Fréttablaðið/Anton
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, gekk frá samningum um frágang mála bankans fyrir tíu dögum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Þorsteinn Þorsteinsson skrifuðu undir fyrir ráðuneytið.Fréttablaðið/Anton
Arnar Þór Jónsson, lögmaður 27 erlendra kröfuhafa í Glitni, gerði á fundi skilanefndar með kröfuhöfum í gær alvarlegar athugasemdir við ferli málsins allt frá því bankinn hrundi fyrir tæpu ári.

Í samtali við Fréttablaðið segist Arnar Þór ekki að svo stöddu hafa umboð skjólstæðinga sinna til að ræða við fjölmiðla um málið. Þeir eru meðal annars stórir, þýskir bankar.

Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, segir Arnar Þór hafa gert margvíslegar athugasemdir. „Hann lýsti óánægju sinna skjólstæðinga með ferlið frá upphafi; hvernig bönkunum var skipt, að Fjármálaeftirlitið skul hafa skipað skilanefnd og það var eiginlega sama hvað það var; hann lýsti eiginlega allsherjar óánægju með allt,“ segir Árni sem kveðst telja viðkomandi kröfuhafa í raun ekki ósátta heldur fyrst og fremst vera að reyna að styrkja stöðuna sína.

Á fundinum í gær var farið yfir samninga sem skilanefndin gerði við ríkið fyrir tíu dögum um það að annaðhvort eignist kröfuhafar í Glitni 95 prósent í Íslandsbanka eða fái skuldabréf fyrir kröfum sínum. „Það var almenn ánægja með samningana,“ segir Árni sem kveður nú liggja fyrir að afla viðbótarupplýsinga frá Íslandsbanka áður en ákvörðun verði tekin á næsta fundi skilanefndar þann 29. september. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×