Fleiri fréttir

Vesturlandavegi lokað um tíma vegna slyss

Alvarlegt umferðarslys tveggja bifreiða varð á Vesturlandsvegi rétt norðan við Borgarnes á áttundatímanum í kvöld. Tvennt þar af barn var flutt á slysadeild í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Kennedy sest í þingsæti Hillary

Caroline Kennedy mun hugsanlega setjast í þingsæti Hillary Clinton þegar hún skiptir um starfvettvang og lætur af störfum sem öldungadeildarþingmaður New York og verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. David Paterson, ríkisstjóri New York, er sagður hafa boðið Caroline þingsætið í dag.

Leit að rjúpnaskyttunni hætt

Formlegri leit að Trausta Gunnarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á Skáldabúðaheiði þann 29. nóvember hefur verið hætt. Talið er að hann sé látinn. Um 200 björgunarsveitarmenn og sjálfboðaliðar viðsvegar að á landinu leituðu af Tryggva í dag.

Valgerður minnist Rúna Júl

Fjölmargir hafa minnst Rúnars Júlíussonar í dag með hlýum orðum. Bæði fólk sem þekkti Rúnar persónulega og aðrir sem hrifust af tónlist hans. Valgerður er ein af mörgum sem hrifust af tónlistinni og tengir góðar minningar við hana.

Forsetinn heimsótti þjónustumiðstöð Breiðholts

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tók á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd í gær. Þar ræddu þau við Stellu Kr. Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs, starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar og tengiliði í hverfinu.

Hálf milljón Bandaríkjamanna missti vinnuna

Rúm hálf milljón Bandaríkjamanna missti vinnuna í síðasta mánuði. Ekki hafa jafn margir orðið atvinnulausir þar í einum mánuði síðan 1974. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er 6,7 prósent og hefur ekki verið meira í fimmtán ár.

Hemmi og Bó minnast Rúnars Júlíussonar

Einn af risum íslenskrar dægulagartónlistar, Rúnar Júlíusson, er fallinn frá. Félagar hans segja að hans verði sárt saknað og leitun sé að eins góðum vini.

Danskir hermenn björguðu sjóræningjum

Danskir hermenn björguðu sjóræningjum úr sjávarháska í gær. Mennirnir voru handteknir og skip þeirra eyðilagt með mikilli vélbyssuskothríð.

Árni: Birtir til með vorinu á Suðurnesjum

Þúsundir starfa verða í boði á Suðurnesjum gangi þau miklu atvinnutækifæri eftir sem nú eru í vinnslu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði á borgarafundi í Reykjanesbæ í gærkvöldi að það myndi birta verulega til með vorinu.

Geir og Ingibjörg kannast ekki við aðvörun Davíðs

Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra kannast við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi í sumar varað við yfirvofandi hruni bankanna. Forsætisráðherra útilokar þó ekki að Davíð hafi minnst á þetta í óformlegu samtali þeirra á milli en segist þó ekki muna eftir því.

Yfirlæknir geðdeildar LSH tjáir sig ekki

Yfirlæknir bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans vill ekki tjá sig um hvort fólki sé vísað frá vegna plássleysis og segist ekki geta tjáð sig um einstök mál.

Kannabisræktun stöðvuð í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni eftir hádegi í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 20 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Úrskurður Jónínu um Gjábakkaveg stendur óbreyttur

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Vegagerðina af kröfu Pétur M. Jónassonar um að ógiltur yrði úrskurður Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar milli Þingvallavatns og Laugarvatns sem hún kvað upp 10. maí 2007.

Á sjötta tug kaupsamninga þinglýst í vikunni

Fimmtíu og fimm kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Þar af voru 44 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.754 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.

Göran Persson heldur fyrirlestur á Íslandi

Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, mun halda opinberan fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 10. desember kl. 12.00. Fyrirlesturinn nefnir hann, „Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins

Páll Magnússon býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins

Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í janúar. Hann segir, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, að ákvörðunin sé tekin eftir samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans.

10/11 löggan dæmd fyrir líkamsárás

Lögreglumaður sem handtók 17 ára pilt og handjárnaði í verslun 10/11 í Grímsbæ í Reykjavík í vor, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur fyrir líkamsárás. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóðs og til að greiða piltinum 60 þúsund krónur í miskabætur.

Einar Skúlason ráðinn skrifstofustjóri hjá framsókn

Einar Skúlason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna. Einar tekur við starfinu af Helgu Sigrúnu Harðardóttur sem nýverið tók sæti á Alþingi við brotthvarf Bjarna Harðarsonar. Einar hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. Í samtali við Vísi segir hann að sér lítist vel á nýja starfið.

Ræningjar í dragi stela skartgripum fyrir milljarða

Hópur vopnanaðra ræningja, tveir þeirra í dragi, réðust inn í skartgripaverslun í París í gær og rændu þaðan skartgripum að virði áttatíu milljóna evra. Eða sem samsvarar um 12,8 milljörðum króna.

Ókeypis ráðgjöf vegna kreppunnar

Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, í dag og á morgun upp á ókeypis ráðgjöf sérfræðinga á sviði fjármála heimilanna, velferðarmála, skattamála, almannatrygginga og félagsmála.

Tvær milljónir í bætur eftir vinnuslys

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Túnfót ehf. til þess að greiða manni sem slasaðist við þrif í kjúklingasláturhúsi fyrirtækisins á Hellu árið 2003 tæpar tvær milljónir króna auk vaxta. Maðurinn var að klofa yfir lágan vegg í sláturhúsinu þegar hann rann til á mottu þannig að af hlaust 20 prósent örorka.

Einn á slysadeild þegar eldur braust út í Öldusölum

Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar þegar að eldur kviknaði í þaki nýbyggingar í Öldusölum í Kópavogi laust eftir klukkan tvö í dag. Ekki var um mikinn eld að ræða og hefur hann verið slökktur að mestu. Sá sem var fluttur á slysadeild hafði fengið reyk ofan í sig og þótti öruggara að færa hann undir læknishendur, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

200 manns taka þátt í leitinni að rjúpnaskyttunni

Um 200 björgunarsveitamenn af mest öllu landinu eru nú við leit að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í tæpa viku á Skáldabúðarheiði í Árnessýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Reykjanesbær: Bæjarstjórn bókar um álver

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti einróma bókun til stuðnings álvers í Helguvík á fundi sínum í gær. Bókunini var beint til yfirvalda en í henni leggur bæjarstjórnin þunga áherslu á lokið verði sem fyrst við endurskoðun álversframkvæmda og ríkisstjórnin sýni verkefninu fullan stuðning.

Fundu milljónamæringa úr Hafnarfirði

Vinningshafinn í Lottó 5/40 síðasta laugardag hafði samband við Íslenska getspá í gær. Það voru hjón í Hafnarfirði sem voru svo heppin að eiga eina miðann sem var með allar tölurnar réttar og voru því rúmlega 8 milljónum króna ríkari.

Kjararáð fái heimild til að lækka laun ráðamanna

Ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti frumvarp sem gerir Kjararáði kleift að lækka laun þingmanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Á dögunum úrskurðaði Kjararáð að því væri ekki heimilt að lækka launin eins og ríkisstjórnin hafði mælst til.

Lögmenn óánægðir með vinnubrögð Alþingis

Lögmannafélag Íslands er óánægt með vinnubrögð Alþingis að undanförnu og hefur stjórn félagsins ritað forseta Alþingis bréf þar sem komið er á framfæri athugasemdum. Þar segir meðal annars að borið hafi á því að lagafrumvörp hafi verið afgreidd sem lög frá Alþingi í miklum flýti og jafnvel án þess að leitað hafi verið eftir umsögn eða áliti sérfræðinga á þeim, „svo sem jafnan er gert."

Rúnar Júlíusson er látinn

Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtæki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastaðnum Ránni fimmtudagskvöldið 4. desember þar sem listafólk útgáfunnar var saman komið. Rúnar var að fara á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann.

Lögregluaðgerð gagnvart hælisleitendum lögleg

Ekkert bendir til annars en að fullnægjandi lagaheimildir hafi legið fyrir við þær aðgerðir sem lögreglan á Suðurnesjum greip til gagnvart hælisleitendum þann 11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í úttekt sem LOGOS lögmannsþjónusta vann að beiðni Rauða kross Íslands.

Djammað í Jakarta

Höfuðborg Indónesíu er á góðri leið með að verða hin nýja paradís næturlífsins. Jakarta er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar neistandi næturlíf ber á góma.

Bandaríkjamenn prófa eldflaugavarnir

Bandaríkjaher prófar í dag eldflaugavarnakerfi sem á að geta varist langdrægum eldflaugum sem skotið væri frá Norður-Kóreu eða Íran.

Bílarisarnir beygja sig

Forstjórar bílarisanna þriggja í Bandaríkjunum hafa samþykkt að árslaun hvers þeirra um sig verði einn dollari, jafnvirði um 145 íslenskra króna, fá þeir 34 milljarða dollara neyðarlán frá stjórnvöldum.

Opið hús hjá hryðjuverkamönnum

Pakistanskur hryðjuverkahópur, sem kennt hefur verið um ódæðisverkin í Mumbai, opnaði í gær dyr sínar fyrir fjölmiðlum til að sanna sakleysi sitt.

166 prómill í blóði ljósmóður - á Skoda

Bresk ljósmóðir á sextugsaldri var handtekin þegar hún ók Skoda-bifreið sinni á annan bíl og stórskemmdi hann. Þetta gerðist örskömmu eftir að hún hafði ekið börnum sínum í skólann snemma morguns

Hundasmygl er að verða vandamál í Evrópu

Smygl á hundum frá Austur- til Vestur-Evrópu er að verða heilbrigðisyfirvöldum álfunnar verulegur þyrnir í augum og nú er svo komið að bæði Norðmenn og Ítalir eru að fá sig fullsadda af smyglinu.

Með öndina í hálsinum

Fálki drap önd sér til matar í miðbæ Húsavíkur í fyrradag. Eftir að hafa drepið hana flaug hann með hana niður í Búðarárgil, þar sem hann gæddi sér á henni.

Sjá næstu 50 fréttir