Innlent

Ókeypis ráðgjöf vegna kreppunnar

Aðstandendur Ráðgjafarstofunnar.
Aðstandendur Ráðgjafarstofunnar. MYND/Fréttablaðið
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, í dag og á morgun upp á ókeypis ráðgjöf sérfræðinga á sviði fjármála heimilanna, velferðarmála, skattamála, almannatrygginga og félagsmála.

Ráðgjafarstofa félagsins er til húsa að Skúlagötu 51 verður opin til fimm í dag, og frá tíu til fimm á morgun laugardag.

Sex ráðgjafarhópar verða á staðnum sem hægt er að leita til. Löglærðir einstaklingar sem veita ráðgjöf um gjaldþrotamál og skattaráðgjöf fyrir einstaklinga. Sérfræðingar á sviði velferðamála leitast við að ráðleggja einstaklingum um þá félagsþjónustu sem er í boði og hvaða þjónustu sveitarfélögin bjóða upp á. Sérfræðingar á sviði almannatrygginga, lífeyriskerfisins og heilbrigðiskerfisins almennt munu ráðleggja einstaklingum um hvernig þessi þjónusta nýtist þeim best. Sérfræðingar í húsnæðislánum og fjármálum heimila ráðgefa fólki um þau mál sem snúa að skuldastöðu heimilanna svo sem vanskil, endurfjármögnun, frystingu lána og fleira. Einn hópurinn veitir ráðgjöf um atvinnumál, atvinnuleysisbætur og skyld mál. Þá verða á staðnum sérfræðingar á sviði sálrænnar ráðgjafar sem bjóða upp á áfallahjálp og aðra aðstoð sem snýr að andlegri heilsu þeirra sem hafa orðið fyrir áfalli.

Pólsku- og enskumælandi einstaklingar verða á svæðinu, og gott aðgengi er fyrir fatlaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×