Innlent

Árni: Birtir til með vorinu á Suðurnesjum

Þúsundir starfa verða í boði á Suðurnesjum gangi þau miklu atvinnutækifæri eftir sem nú eru í vinnslu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði á borgarafundi í Reykjanesbæ í gærkvöldi að það myndi birta verulega til með vorinu.

Standup: Um eittþúsund manns eru atvinnulausir á Reykjanesi um þessar mundir en atvinnutækifærin leynast víða og þúsundir starfa eru innan seilingar.

Forráðamenn verkalýðsfélaga og úr atvinnulífinu fjölluðu um stöðu mála á borgarafundinum í Fjölbrautaskólanum og þar kom í ljós að mörg stór verkefni eru komin af stað og mörg í farvatningu.

Má þar fyrst nefna álver og sagði forráðamaður Norðuráls ekki spurningu hvort heldur hvenær framkvæmdir myndu hefjast af krafti og skapa gríðarlegan fjölda starfa, beint og óbeint.

Von er á að kísilver í Helguvík, auðlindagarður á Reykjanesi, gagnaver á Vallarheiði, ferðaþjónusta og háskóli skapi einnig hundruð starfa.

,,Við þurfum að fá leyfi til að virkja og nýta okkar orkuauðlindir. Það er það sem við erum að vinna að," segir Árni og bætir að enginn ætli að níðast á náttúrunni.

Árni segir að margir séu jákvæðir og ef ríkisstjórnin vinni með Suðurnesjafóli er hann bjartsýnn á framtíðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×