Erlent

166 prómill í blóði ljósmóður - á Skoda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Óvíst er að ljósmóðirin góðglaða hafi verið á svo rennilegum Skoda Rapid sem þessum en þeir voru algeng sjón á götum hér áður fyrr.
Óvíst er að ljósmóðirin góðglaða hafi verið á svo rennilegum Skoda Rapid sem þessum en þeir voru algeng sjón á götum hér áður fyrr. MYND/Content.com

Bresk ljósmóðir á sextugsaldri var handtekin þegar hún ók Skoda-bifreið sinni á annan bíl og stórskemmdi hann. Þetta gerðist örskömmu eftir að hún hafði ekið börnum sínum í skólann snemma morguns en nóttina áður hafði hún tæmt úr heilli viskíflösku og mældist áfengismagn í blóði hennar hvorki meira né minna en 166 prómill sem er nálægt mörkum áfengiseitrunar.

Þegar lögregla kom á vettvang hafði konan dáið áfengisdauða undir stýri. Þeir sem til þekkja segja að ljósmóðirin hafi gengið í gegnum erfiðan skilnað nýverið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×