Innlent

Einn á slysadeild þegar eldur braust út í Öldusölum

Slökkviliðið var kallað að Öldusölum 8 fyrir stundu. Mynd/ Vilhelm.
Slökkviliðið var kallað að Öldusölum 8 fyrir stundu. Mynd/ Vilhelm.

Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar þegar að eldur kviknaði í þaki nýbyggingar í Öldusölum í Kópavogi laust eftir klukkan tvö í dag. Ekki var um mikinn eld að ræða og hefur hann verið slökktur að mestu. Sá sem var fluttur á slysadeild hafði fengið reyk ofan í sig og þótti öruggara að færa hann undir læknishendur, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×