Innlent

Með öndina í hálsinum

Fálki drap önd sér til matar í miðbæ Húsavíkur í fyrradag. Eftir að hafa drepið hana flaug hann með hana niður í Búðarárgil, þar sem hann gæddi sér á henni.

Pakksaddur og fínn flaug hann aftur upp í bæinn og tyllti sér á ljósakúpul á ljósastaur og lét ys og þys bæjarbúa ekkert trufla sig, að sögn héraðsfréttablaðsins Skarpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×