Erlent

Bandaríkjamenn prófa eldflaugavarnir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Eldflaugavopnabúr Norður-Kóreumanna þykir viðsjárvert.
Eldflaugavopnabúr Norður-Kóreumanna þykir viðsjárvert.

Bandaríkjaher prófar í dag eldflaugavarnakerfi sem á að geta varist langdrægum eldflaugum sem skotið væri frá Norður-Kóreu eða Íran.

Prófunin fer fram yfir Kyrrahafinu og er sú fyrsta síðan í september í fyrra þar sem æfð eru viðbrögð við ógn af völdum langdrægrar eldflaugar. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon segir að eldflaugavarnakerfinu, sem hannað er af Boeing-verksmiðjunum, hafi tekist að verjast aðvífandi eldflaug í sex tilraunum af níu sem gerðar hafa verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×