Innlent

Kjararáð fái heimild til að lækka laun ráðamanna

Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti frumvarp sem gerir Kjararáði kleift að lækka laun þingmanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Á dögunum úrskurðaði Kjararáð að því væri ekki heimilt að lækka launin eins og ríkisstjórnin hafði mælst til.

Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun og þar kynnti Geir H. Haarde forsætisráðherra málið fyrir blaðamönnum. Hann sagði einnig að um tímabundna lækkun verði að ræða um allt að fimmtán prósent.

Gert er ráð fyrir því að frumvarpinu verði dreifti til þingmanna í dag og búast má við því að það fari í gegnum þingið á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×