Innlent

Lögregluþjónn handleggsbrotnaði í bílveltu

Lögreglubifreið. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið. Mynd úr safni.

Lögreglubíll valt á Reynisvatnsheiði upp úr klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að einn lögreglumaður sem var í bifreiðinni handleggsbrotnaði. Tildrög slyssins voru þau að lögreglubíllinn veitti bifreið eftirför, en ökumaður hennar var grunaður um ölvun við akstur. Báðar bifreiðarnar runnu í hálku og lögreglubifreiðin valt. Þrír lögreglumenn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eins og fyrr segir leikur grunur á að einn þeirra sé handleggsbrotinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×