Innlent

Hemmi og Bó minnast Rúnars Júlíussonar

Einn af risum íslenskrar dægulagartónlistar, Rúnar Júlíusson, er fallinn frá. Félagar hans segja að hans verði sárt saknað og leitun sé að eins góðum vini.

Rúnar var sextíu og þriggja ára og hefur í hátt í hálfa öld verið einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Rúnar átti að spila á veitingastað í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þegar hann var að fara á svið kenndi hann sér meins og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést í nótt. Banamein hans var hjartaáfall.

Hermann Gunnarsson kynntist Rúnari þegar þeir voru báðir á unglingsaldri í gegnum fótboltann og tónlistina. Hann segir að með Rúnari sé genginn einn áhrifa mesti maður íslenskrar dægurtónlistar frá upphafi. Rúnar hafi verið sannur poppkóngur og laus við allan hroka.

Björgvin Halldórsson spilaði með Rúnari í hljómsveitinni Hljómum. Björgvin segir að Rúnar hafi verið eins og klettur með eigið útgáfufélag. ,,Svo var hann svo góður drengur."

,,Hann gaf sig allan í allt sem hann gerði. Það er leitun eftir öðrum eins sönnum vini eins og Rúnari Júlíussyni," segir Hermann.

Eftir Rúnar gaf út um tvö hundruð og fimmtíu hljómplötur með fjölda listamanna. En fyrir fáeinum dögum gaf hann út nýja plötu þar sem hann flytur 72 þekktustu lögin frá ferlinum.












Tengdar fréttir

Rúnar Júlíusson er látinn

Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtæki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastaðnum Ránni fimmtudagskvöldið 4. desember þar sem listafólk útgáfunnar var saman komið. Rúnar var að fara á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann.

Mikill missir

„Það eru bara fáir útvaldir sem fá að kveðja svona, þegar þeir eru að gera sig klára að fara á svið," segir Bubbi Morthens, samstarfsmaður Rúnars Júlíussonar til margra ára. „Auðvitað hefði ég viljað vera með Rúnari í 10-15 ár í viðbót ef heilsa hans hefði leyft, en úr því þetta þetta er orðin staðreynd, þá er miklu meiri gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast Rúnari en sorg."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×