Innlent

Úrskurður Jónínu um Gjábakkaveg stendur óbreyttur

Jónína Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var umhverfisráðherra 2006 til 2007.
Jónína Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var umhverfisráðherra 2006 til 2007.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Vegagerðina af kröfu Pétur M. Jónassonar um að ógiltur yrði úrskurður Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar milli Þingvallavatns og Laugarvatns sem hún kvað upp 10. maí 2007.

Jónína staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í maí 2006 varðandi mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Taldi Jónína að vegurinn myndi ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Vegagerðinni var gert skylt að mæla mengun við Gjábakkaveg.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi nein lög verið brotin við vinnslu málsins. Vanhæfisreglur hafi ekki verið brotnar og Jónína ekki hafi brotið rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Auk þess sýknaði héraðsdómur Vegagerðina af varakröfu um svonefnda leið 7 vestan af Eldborgarhrauni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×