Fleiri fréttir

Neyðarástand vegna kólerufaralds í Zimbabwe

Zimbabwe hefur lýst yfir neyðarástandi vegna kólerufaraldurs sem þegar hefur kostað yfir 500 manns lífið. Zimbabwe hefur beðið um alþjóðlega aðstoð enda landið bjargarlaust.

Flotadeild send til að verjast sómölskum sjóræningjum

Hollenskt herskip hefur tekið að sér að fylgja flutningaskipi sem á að flytja matvæli til sveltandi fólks í Sómalíu. Eftir 120 árásir sjóræningja á þessu ári er Evrópusambandið að taka við sér og sendir flotadeild á svæðið í næstu viku.

„Það var enga hjálp að fá“

„Það var enga hjálp að fá," segir móðir 27 ára manns sem svipti sig lífi í nóvember. Sökum plássleysis fékk hann ekki inni á geðdeild Landspítalans þegar hann leitaði þangað, þremur dögum áður en hann dó.

Davíð sagði Árna Pál ómálefnanlegan

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafi svarað spurningu sinni á fundi viðskiptanefndar í morgun á þá leið að hún væri ómálefnanleg og ósmekkleg.

Lítur ekki á ummæli Davíðs sem hótun

Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu fyrir stundu. Þar byrjaði hann að tala um að framkvæmdin við fleytingu krónunnar hefði gengið vel, þar sem hún hefði styrkst um 9% þvert á þá spá að hún myndi lækka. Hann fagnaði því að sú spá hefði ekki ræst.

Hart sótt að Ólafi F í borgarstjórn

„Borgarráð er ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr þér," segir Ólafur F Magnússon að Óskar Bergsson formaður borgarráðs hafi sagt um sig á fundi borgarráðs í dag.

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir klósettnauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Robert Dariusz Sobiecki sem ákærður var fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur í júni en áður hafði Hæstiréttur ógilt fyrri sýknudóm sem féll 2007 og vísað málinu aftur í hérað.

Eiginkona Guðmundar tapaði hálfri milljón á meiðyrðamáli

Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins, tapaði hálfri milljón á meiðyrðamáli sem hún höfðaði gegn Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni á DV, og tveimur viðmælendum hennar, þeim Ólöfu Ósk Erlendsdóttur og Magnúsi Einarssyni. Helga fór fram á að þrjár milljónir í skaðabætur og að 14 ummæli yrðu dæmd ómerk.

Hæstiréttur staðfesti 16 ára fangelsi í Hringbrautarmálinu

Hæstiréttur staðfesti í dag 16 ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórarni Gíslasyni. Þórarinn var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í maí síðastliðnum fyrir að hafa ráðið Borgþóri Gústafssyni bana í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október í fyrra. Þórarinn veitti Borgþóri,

Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Guðmundi í Byrginu

Hæstiréttur dæmdi í dag Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann í Byrginu, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Héraðsdómur Suðurlands hafði dæmt Guðmund í þriggja ára fangelsi í maí síðastliðnum. Hæstiréttur minnkar því refsinguna yfir Guðmundi um hálft ár.

Valgerður hættir sem formaður í janúar

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstóli og mun hætta á næsta flokksþingi sem haldið verður í janúar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Valgerði á heimasíðu flokksins.

Fundu þúsundir peninga í Skildinganesi

Þúsundir peninga fundust við jarðrask í Skerjafirðinum í Reykjavík í gær. Um var að ræða fimmeyringa og tíeyringa frá 1981. Með peningunum hafa komið í ljós tægjur af umbúðum úr taui, og merkimiðar sem benda til að myntin hafi legið í peningaflutningspokum, sem hafi rotnað og eyðst. Svo virðist sem peningunum hafi verið komið fyrir í gjótu sjávarmegin við sjóvarnargarðinn.

Móðir Shannon fundin sek

Móðir Shannon Matthews, lítillar stúlku sem týndist í tæpan mánuð fyrr á þessu ári, var í dag fundin sek um að hafa rænt dóttur sinni til að hirða fundarlaun fyrir hana.

RÚV hættir við að hætta svæðissendingum

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að draga til baka áform um að leggja af svæðisbundnar fréttasendingar frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Fram kemur í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpssttjóra að síðustu daga hafi fjölmargir hollvinir svæðissendinganna hvatt til þess að ekki verði gripið til þessara sparnaðaraðgerða þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins. Ljóst sé að hlustendur á landsbyggðinni telja svæðissendingarnar veigamikinn þátt í þjónustu RÚV.

Skýrsla um fjármagnsflutninga fyrir bankahrunið væntanleg

Ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið KPMG vinnur að úttekt fyrir Fjármálaeftirlitið um fjármagnsflutninga bankanna í aðdraganda falls þeirra. Fjármáleftirlitið fær skýrsluna á næstu dögum. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær með fulltrúum skilanefnda gömlu bankanna.

Segir gagnrýni á Davíð vera múgsefjun

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðisins segir að stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu líti á efnahagshrun undanfarinna vikna sem tækifæri. Eina ráðið til þess að lifa af er að ganga í ESB og taka upp evru.

Síðdegisgöngutúr varð kannabismanni að falli

Hann var óheppinn ungi maðurinn sem átti leið um götu í vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Lögreglan hafði framkvæmt húsleit í götunni þar sem fannst töluvert af fíkniefnum. Þegar verið var að yfirgefa vettvanginn átti maðurinn leið hjá og vakti hann strax óskipta athygli fíkniefnahundsins sem var með í för. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að hann var með 30 grömm af maiíjúana í fórum sínum.

Mikill meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja vill evruna

Mikill meirihluti félagsmanna í Samtökum ferðaþjónustunnar, eða 83%, vilja taka upp evru og 77% félagsmanna vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður könnunar sem að fyrirtækið HRM, rannsóknir og ráðgjöf, gerðu fyrir Samtök ferðaþjónustunnar.

BHM vill að allt verði gert til að forðast uppsagnir

Bandalag háskólamanna beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkis og sveitarfélaga að komi til niðurskurðar í opinberum rekstri verði allt gert til að forðast uppsagnir. „Í svari fjármálaráðherra á þingfundi í dag, við fyrirspurn um lækkaðan launakostnað hins opinbera, kom fram að "engar sérstakar línur í þessum efnum hefðu verið lagðar fyrir ríkisstofnanir",“ segir í tilkynningu frá bandalaginu.

Lögreglan hljóp uppi þjófóttan ökuníðing

Sautján ára gamall Seltirningur hefur verið ákærður fyrir að stela bíl frá réttingarverkstæði að Draghálsi í Reykjavík og aka henni, án ökuréttinda, um götur bæjarins.

Höskuldur íhugar alvarlega formannsframboð

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar alvarlega að gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi sem haldið verður í janúar.

Sá á pund sem finnur

Breskur sorphirðumaður í Mið-Englandi á von á góðum jólum. Það er að segja ef hann er duglegur að setja saman púsluspil.

Einar K. segir sýkingu síldarinnar dapurleg tíðindi

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á þingi Sjómannasambands Íslands í morgun, að það væri "dapurlegt að standa frammi fyrir þeirri óvissu sem sýking í síldinni hefði skapað" eftir að hafa byggt upp síldarstofninn með einstaklega varkárri nýtingarstefnu á undanförnum árum.

Bankaleynd í dag en ekki um daginn

,,Sú reiði sem kraumar í þjóðfélaginu og hægt er að beina í ýmsar áttir af áróðursmaskínum er ekki síst kraumandi vegna þess að það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, í ræðu á fundi Viðskiptaráðs 18. nóvember. Á fundinum gagnrýndi hann bankaleynd en í morgun bar hann hana fyrir sig.

Ástþór borinn út af fundi

Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, var borinn út af skipulagsfundi breiðfylkingarinnar Opinn borgarfundur í gær eftir að hann varð ekki við óskum fundargesta um að yfirgefa húsnæðið. Ástþór sakar hreyfinguna um ólýðræðisleg vinnubrögð.

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir Bjarna Sigurði Davíðssyni síðast til heimilis að Erluhólum 4, Reykjavík. Bjarni er 180 cm á hæð sköllóttur og rauðbirkin. Ekki er vitað um klæðaburð.

Pétur Blöndal vill að ríkið taki atvinnulífið sér til fyrirmyndar

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef hið opinbera neyðist til að lækka launakostnað sinn þá ætti heldur að grípa til þess að lækka vinnuhlutfall starfsmanna í stað þess að segja sumum þeirra upp að fullu. Þetta kom fram í fyrirspurn sem hann beindi til fjármálaráðherra þar sem hann spurði hvernig standi á því að Ríkisútvarpið skuli grípa til þess að segja upp fólki endanlega í stað þess að minnka vinnuhlutfall starfsmanna.

Norrænir bændur brýna íslensk stjórnvöld

Bændasamtökum Íslands hefur borist stuðningsyfirlýsing frá norrænum systurhreyfingum þess. Í yfirlýsingunni lýsa bændasamtök Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs sérstakri samstöðu með íslensku bændastéttinni í þeim erfiðu efnahagsaðstæðum sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi.

Davíð fullyrti í júní að bankarnir myndu falla

Davíð Oddsson seðlabankastjóri fullyrðir að hann hafi í júnímánuði sagt við leiðtoga ríkisstjórnarinnar að 0% líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af aðsteðjandi erfiðleika af. Frá þessu greindi Davíð á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun.

Ögmundur kvartaði yfir forföllum ráðherra

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG gagnrýndi ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir að mæta ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í þinginu í morgun eins og ráð hafði verið fyrir gert. Þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, boðuðu bæði forföll og kvartaði Ögmundur yfir því að um þau hafi verið tilkynnt með litlum fyrirvara.

Davíð ber fyrir sig bankaleynd

Davíð Oddssson, seðlabankastjóri, neitaði að upplýsa viðskiptanefnd Alþingis á fundi hennar í morgun hvað hann átti við með ummælum sínum sem hann lét falla á fundi Viðskiptaráðs 18. nóvember um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi.

Hugtakið pólitísk ábyrgð er dautt

Stjórnmálamenn þykjast ekki vita hvað felst í pólitískri ábyrgð. Af þeim sökum er hugtakið svo gott sem dautt á Íslandi. Þetta segir Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur og kennari við Háskólann á Bifröst, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Með eiturlyf á Litla-Hrauni

Kona var handtekin í fangelsinu á Litla-Hrauni fyrir tilraun til að smygla eiturlyfjum til eins fangans í gær. Lögreglunni á Selfossi barst í tilkynning frá Fangelsinu á Litla hrauni um að fíkniefnaleitarhundur fangelsisins hefði „merkt" á konu sem var að koma í heimsókn til eins fangans. Konan hafi síðan framvísað fíkniefnum sem hún var með innvortis við fangaverði.

Leit að rjúpnaskyttunni hefst á morgun

Ákveðið er að hefja á ný á morgun viðtæka leit á Skáldabúðaheiði í uppsveitum Árnessýslu að rjúpnaskytunni, sem saknað er þar síðan á laugardag. Til stóð að leitin hæfist ekki fyrr en á laugardag, en með hliðsjón af verðurspá var ákveðið að flýta henni um einn sólarhring þar sem spáð er góðum leitarskilyrðum á morgun. Það er hinsvegar spáð dimmviðri um helgina.

Breskir fangar fengu bætur fyrir lyfjaskort

Þrír breskir fangar í Winchester fá bætur sem nema rúmum 800 þúsund krónum hver fyrir að hafa verið neitað um verkjalyfið meþadón til að halda heróínfíkn þeirra í skefjum.

Meirihlutinn andvígur bílaframleiðendaláni

Rúm 60 prósent Bandaríkjamanna taka afstöðu gegn ríkisláni til handa bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler samkvæmt skoðanakönnun CNN en 36 prósent eru fylgjandi slíkri lánveitingu.

Ilmur óttans vísindalega skilgreindur

Ótti hefur ekki aðeins sína eigin lykt heldur er hann líka bráðsmitandi. Lilianne Mujica-Parodi og samstarfsfólk hennar við Stony Brook-háskólann í New York hafa beinlínis fundið lyktina af óttanum - eða að minnsta kosti sýnt fram á að hún er til og bæði menn og dýr skynja hana.

Kennslanefndin í Srebrenica vinnur enn baki brotnu

Alþjóðleg kennslanefnd sem unnið hefur árum saman að því að bera kennsl á líkamsleifar meira en 8.000 fórnarlamba Bosníu-Serba, sem myrt voru sumarið 1995 í bænum Srebrenica í austurhluta Bosníu, er hægt og bítandi að ná nokkrum árangri í starfi sínu.

Sjá næstu 50 fréttir