Erlent

Ræningjar í dragi stela skartgripum fyrir milljarða

Hópur vopnanaðra ræningja, tveir þeirra í dragi, réðust inn í skartgripaverslun í París í gær og rændu þaðan skartgripum að virði áttatíu milljóna evra. Eða sem samsvarar um 12,8 milljörðum króna.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum voru ræningjarnir sem ruddust inn í Harry Winston verslunina nærrri Champs-Elysees breiðgötunni fjórir. Þegar inn var komið neyddu þeir um 15 starfsmenn og viðskiptavini út í eitt horn verslunarinnar og þrifu alla þá skartgripi sem þeir náðu í.

Ræningjarnir eru sagðir hafa þekkt vel til verslunarinnar, ávörpuðu sumar starfsmenn hennar með nafni, og vissu hvar leynilegir geymslustaðir skartgripa voru.

Þeir flúðu svo út úr versluninni, sem er einungis skottúr frá lögreglustöð og neðanjarðarlestarstöð, en ekki er vitað hvernig þeir komust undan.

Einungis er rúmt ár síðan fimm þjófar stálu skartgripum að andvirði tuttugu milljóna evra í sömu verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×