Erlent

Bílarisarnir beygja sig

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Chrysler hefur séð bjartari daga. Lokað í San Francisco.
Chrysler hefur séð bjartari daga. Lokað í San Francisco. MYND/Getty Images

Forstjórar bílarisanna þriggja í Bandaríkjunum hafa samþykkt að árslaun hvers þeirra um sig verði einn dollari, jafnvirði um 145 íslenskra króna, fá þeir 34 milljarða dollara neyðarlán frá stjórnvöldum.

Það var lægra á þeim risið þegar þeir komu fyrir nefnd Bandaríkjaþings í gær en fyrir hálfum mánuði. Nú komu forstjórarnir akandi tæplega 900 kílómetra leið í vetnisknúnum bifreiðum en einkaþoturnar biðu heima. Þá lögðu þeir fram raunhæfar áætlanir um ráðstöfun fjárins í þetta skipti en þar hafði ýmislegt vantað upp á við síðustu heimsókn þeirra til þingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×