Lögmenn óánægðir með vinnubrögð Alþingis 5. desember 2008 10:58 Lögmannafélag Íslands er óánægt með vinnubrögð Alþingis að undanförnu og hefur stjórn félagsins ritað forseta Alþingis bréf þar sem komið er á framfæri athugasemdum. Þar segir meðal annars að borið hafi á því að lagafrumvörp hafi verið afgreidd sem lög frá Alþingi í miklum flýti og jafnvel án þess að leitað hafi verið eftir umsögn eða áliti sérfræðinga á þeim, „svo sem jafnan er gert." „Stjórn Lögmannafélags Íslands gerir sér grein fyrir því að Alþingi hefur, vegna hinna umfangsmiklu erfiðleika sem upp hafa komið í kjölfar falls íslensku bankanna og tengdra atburða, þurft á stundum að bregðast við með skjótum hætti. Stjórn félagsins leyfir sér hins vegar að benda á að nauðsyn þess að vanda vel til við smíði og málsmeðferðar lagafrumvarpa fyrir þinginu er sjaldnast meiri en einmitt undir slíkum kringumstæðum," segir í bréfinu. „Það er sammerkt þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu vikum, að þau snerta mörg hver mikilsverð réttindi manna, svo sem friðhelgi einkalífs, málsmeðferð fyrir rannsóknaraðilum og dómstólum, meðferð trúnaðarupplýsinga o.fl., þ.e. réttindi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu," segir einnig. Telur stjórn Lögmannafélagsins afar brýnt þegar svo mikilsverð réttindi eru til meðferðar í þinginu, „að jafnan sé leitað álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði, bæði fyrir og ekki síður á meðan frumvörp eru til meðferðar þingsins. Það er grundvallaratriði að ný löggjöf sé þannig úr garði gerð að engin hætta sé á að hún brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldsins og/eða öðrum viðurkenndum grundvallarreglum og/eða alþjóðasáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Slíkt er til þess fallið að auka á ósætti og ágreining í samfélaginu og þá jafnframt álag á réttarkerfi landsins." Að lokum segir í bréfinu að sú þróun, sem vakin er athygli á í bréfinu, gæti ógnað réttaröryggi borgaranna og vegið að þeim gildum sem almennt eru viðurkennd í lýðræðissamfélögum. „Með þessu gæti ímynd Íslands sem lýðræðisríkis ekki aðeins beðið hnekki á alþjóðavettvangi, heldur einnig gert þá slæmu stöðu sem nú er uppi, enn verri. Sú staða gæti á örskotsstundu eyðilagt margt það sem áunnist hefur á undanförnum áratugum, nokkuð sem erfitt gæti verið að vinna til baka nema á löngum tíma." Undir bréfið ritar fyrir hönd stjórnar Lögmannafélags Íslands, Lárentsínus Kristjánsson, hrl., formaður. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Lögmannafélag Íslands er óánægt með vinnubrögð Alþingis að undanförnu og hefur stjórn félagsins ritað forseta Alþingis bréf þar sem komið er á framfæri athugasemdum. Þar segir meðal annars að borið hafi á því að lagafrumvörp hafi verið afgreidd sem lög frá Alþingi í miklum flýti og jafnvel án þess að leitað hafi verið eftir umsögn eða áliti sérfræðinga á þeim, „svo sem jafnan er gert." „Stjórn Lögmannafélags Íslands gerir sér grein fyrir því að Alþingi hefur, vegna hinna umfangsmiklu erfiðleika sem upp hafa komið í kjölfar falls íslensku bankanna og tengdra atburða, þurft á stundum að bregðast við með skjótum hætti. Stjórn félagsins leyfir sér hins vegar að benda á að nauðsyn þess að vanda vel til við smíði og málsmeðferðar lagafrumvarpa fyrir þinginu er sjaldnast meiri en einmitt undir slíkum kringumstæðum," segir í bréfinu. „Það er sammerkt þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu vikum, að þau snerta mörg hver mikilsverð réttindi manna, svo sem friðhelgi einkalífs, málsmeðferð fyrir rannsóknaraðilum og dómstólum, meðferð trúnaðarupplýsinga o.fl., þ.e. réttindi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu," segir einnig. Telur stjórn Lögmannafélagsins afar brýnt þegar svo mikilsverð réttindi eru til meðferðar í þinginu, „að jafnan sé leitað álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði, bæði fyrir og ekki síður á meðan frumvörp eru til meðferðar þingsins. Það er grundvallaratriði að ný löggjöf sé þannig úr garði gerð að engin hætta sé á að hún brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldsins og/eða öðrum viðurkenndum grundvallarreglum og/eða alþjóðasáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Slíkt er til þess fallið að auka á ósætti og ágreining í samfélaginu og þá jafnframt álag á réttarkerfi landsins." Að lokum segir í bréfinu að sú þróun, sem vakin er athygli á í bréfinu, gæti ógnað réttaröryggi borgaranna og vegið að þeim gildum sem almennt eru viðurkennd í lýðræðissamfélögum. „Með þessu gæti ímynd Íslands sem lýðræðisríkis ekki aðeins beðið hnekki á alþjóðavettvangi, heldur einnig gert þá slæmu stöðu sem nú er uppi, enn verri. Sú staða gæti á örskotsstundu eyðilagt margt það sem áunnist hefur á undanförnum áratugum, nokkuð sem erfitt gæti verið að vinna til baka nema á löngum tíma." Undir bréfið ritar fyrir hönd stjórnar Lögmannafélags Íslands, Lárentsínus Kristjánsson, hrl., formaður.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent