Innlent

Vill að Einar fari að ráðum Hafró og leyfi hvalveiðar

Japanar sleikja út um þegar þeir hugsa um íslenskt hvalkjöt, segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Hann segir tímabært að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fari að ráðum Hafró og leyfi veiðar á ný.

Kristján Loftsson, hvetur sjávarútvegsráðherra til að leyfa veiðar á 150 langreiðum eins og ráðlagt er, en einnig á hrefnu. Hann segir að stefna sé að nýta allar náttúruauðlindir og það sé eins farið með hvalkjöt og fiskveiðar.

Mjög skiptar skoðanir hafa verið á málinu hér á landi sem og utan landsteinanna í gegnum árin. Kristján segir þetta vera að breytast og er ekki hræddur við mótstöðu.

Hann segir að það hafi sýnt sig að veiðarnar sem hafa verið stundaðar hér undanfarin ár hafi ekki haft neikvæð áhrif.

Ef allt færi á fullt á ný myndi Hvalur þurfa að fjárfesta fyrir nokkur hundruð milljónir króna í ný tæki og búnað enda gæðakröfur breyst mikið á síðustu árum. Ekkert mál verði að selja hann út t.a.m. til Japans.

,,þeir eru byrjaðir og sleikja út um," segir Kristján.

Ekki náðist í sjávarútvegsráðherra vegna málsins í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×