Erlent

Hundasmygl er að verða vandamál í Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Smygl á hundum frá Austur- til Vestur-Evrópu er að verða heilbrigðisyfirvöldum álfunnar verulegur þyrnir í augum og nú er svo komið að bæði Norðmenn og Ítalir eru að fá sig fullsadda af smyglinu.

Norsk tollyfirvöld hafa ítrekað haft afskipti af Pólverjum sem flytja heilu bílfarmana af hundum og reyna að koma þeim óséðum inn í Noreg. Sé hundunum smyglað er ekkert eftirlit hægt að hafa með heilsufari þeirra og óttast Norðmenn nú að faraldur hundaæðis og fleiri sjúkdóma, liggi í loftinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×