Innlent

Brýnt að RÚV og önnur opinber hlutafélög skili ekki halla

Ríkisendurskoðandi telur brýnt að opinber hlutafélög, líkt og stofnanir ríkisins almennt, framfylgi rekstraráætlunum og séu ekki með halla.

Ríkisútvarpið fór 740 milljónir fram úr áætlun síðasta rekstrarárs, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var nýverið. RÚV er með sérstakan fjárhag af því að fyrirtækið eru hlutafélag. Vísir spurði ríkisendurskoðanda um málið.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að starfsemi opinberra hlutafélaga fari eftir lögum um hlutafélög og sérlögum eftir því sem við á. Slík félög eru hins vegar ekki á fjárlögum og þar af leiðandi nær hefðbundið eftirlit Ríkisendurskoðunar með framkvæmd fjárlaga ekki til þeirra. Hins vegar annast Ríkisendurskoðun, eða endurskoðunarfyrirtæki í hennar umboði, endurskoðun ársreikninga þeirra.

Sveinn telur brýnt að opinber hlutafélög og stofnanir framfylgi rekstraráætlunum og séu ekki með halla. ,,Í þessu efni telur stofnunin lykilatriði að brugðist sé við aðsteðjandi vanda í tæka tíð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×