Innlent

Göran Persson heldur fyrirlestur á Íslandi

Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, mun halda opinberan fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 10. desember kl. 12.00. Fyrirlesturinn nefnir hann, „Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins

Í tilkynningu um fyrirlesturinn segir að Svíar gengu í gegnum miklar efnahagsþrengingar á árunum uppúr 1990. Þær þrengingar sneru m.a. að bönkunum og sænsku fjármálakerfi sem gekk í gegnum verulega uppstokkun í kjölfar erfiðleikanna.

Göran Persson gegndi á þessum tíma starfi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar og kom í hans hlut að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem að þjóðinni steðjuðu. Göran Persson kemur til Íslands í boði Samtaka fjárfesta til að miðla Íslendingum af reynslu Svía við að koma sér út úr kreppunni sem yfir þá gekk.

Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×