Erlent

Grunaður um sölu fimm kílóa af kókaíni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dani, sem grunaður er um að hafa selt fimm kílógrömm af kókaíni á tveimur árum, kemur fyrir rétt á Helsingjaeyri í dag.

Hann var handtekinn í september með fulla íbúð af fíkniefnum og ekki nóg með það heldur fundust hjá honum þrjár skammbyssur, haglabyssa og nægilegt magn af skotfærum til að þreyja margra mánaða umsátur. Saksóknari fer fram á hámarksrefsingu í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×