Innlent

Forsetinn heimsótti þjónustumiðstöð Breiðholts

Frá þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd í gær.
Frá þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd í gær.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tók á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd í gær. Þar ræddu þau við Stellu Kr. Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs, starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar og tengiliði í hverfinu.

Hanna Birna bauð forsetann velkominn í þjónustumiðstöðina sem hún sagði að væri mikilvæg þjónustueining innan borgarinnar. Miðstöðin í Mjóddinni hefði yfir að ráða hæfu starfsfólki til að leysa úr hinum fjölbreyttu verkefnum sem þangað bærust á sviði fjölskylduþjónustu og félagsauðs.

,,Forsetinn heilsaði starfsfólkinu og lýsti yfir áhuga á að heyra hvaða áhrif þrengingarnar í efnahagslífinu hefðu á fjölskyldurnar í hverfinu. Bæði borgarstjóri og forsetinn tóku sér góðan tíma til að hlusta á starfsfólkið segja frá sinni reynslu af breyttum aðstæðum í samfélaginu og hvernig það sæi ástandið í hverfinu þróast á næstu mánuðum. Ýmsum skoðunum og lausnum var velt upp, bæði af hálfu starfsfólks og embættismanna," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×