Innlent

Sveitarfélög skora á ríkisstjórnina vegna fjárhagsvanda

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sambands íslenskra sveitarfélaga skorar á ríkisstjórnina að ganga þegar í stað til samningaviðræðna við sambandið um aðgerðir til þess að tryggja að sveitarfélögin geti staðið við skuldbindingar sínar um lögbundna þjónustu.

Stjórnin leggur meðal annars áherslu á að 1400 milljóna aukaframlag verði áfram greitt í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, lög um fjárhagslegan stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga verði framlengd og jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði tryggðir fjármunir til að styðja við sameiningu sveitarfélaga.

„Aukaframlag í Jöfnunarsjóð hefur undanfarin ár gert sveitarfélögum með þyngsta reksturinn kleift að standa undir nauðsynlegri þjónustu. Með aukaframlaginu hefur verið komið til móts við það sjónarmið að staða sveitarfélaganna í landinu er mjög misjöfn,” segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í tilkynningu.

„Með því að veita áfram fjármagni til sameiningar sveitarfélaga eins og gert var í sameiningarátaki síðast væri sameining sveitarfélaga markvissari og öruggari. Ekki á að þurfa sérstakt átak til að sveitarfélögin geti gengið að nauðsynlegu fjármagni til að hjálpa til við sameiningu," segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×