Innlent

Ný lög um akstursbann virðast hafa áhrif

MYND/Anton Brink

Svo virðist sem ný lög um akstursbann sem tóku gildi í fyrra hafi haft fælingarmátt því umferðarlagabrotum meðal nýrra ökumanna hefur fækkað umtalsvert eftir gildistöku laganna. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Umferðarstofu.

Í tilkynningu Umferðarstofu kemur fram að ökumenn fái í fyrstu bráðabirgðaskírteini til tveggja ára þar sem litið er á að þeir séu enn að læra í umferðinni. Til þess að fara í akstursbann þarf ökumaður hins vegar að hafa fengið fjóra punkta í ökuferilsskrá eða verið sviptur ökuréttindum í ákveðinn tíma. Þá þarf viðkomandi ökumaður samkvæmt hinum nýju lögum að endurtaka hluta námsins og taka aftur ökuprófið.

Þegar borin eru saman hálfs árs tímabil fyrir gildistöku laganna og eftir gildistöku þeirra kemur í ljós að 55 prósentum færri ökumenn frömdu svo alvarleg umferðarlagabrot þannig að þeir voru sviptir ökuréttindum eða settir í akstursbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×