Erlent

Ráðherrakapall í Danmörku í kjölfar brotthvarfs Bendtsens

Bendt Bendtsen hefur verið formaður Íhaldsflokksins í átta ár.
Bendt Bendtsen hefur verið formaður Íhaldsflokksins í átta ár.

Bendt Bendtsen, formaður danska Íhaldsflokksins, lætur af formannsembættinu í dag og tekur Lene Espersen við stjórnartaumunum.

Hún tekur um leið við ráðuneyti efnahags- og umhverfismála af Bendtsen. Við sama tækifæri tekur Brian Mikkelsen við dómsmálaráðuneytinu en Bendtsen verður kandídat Danmerkur til Evrópuþingsins við næstu kosningar á þeim vettvangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×