Innlent

Beðið fyrir Össuri í Ísafjarðarkirkju

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja.

Bænastund verður í Ísafjarðarkirkju klukkan 17 í dag fyrir Össur Össurarson en hann fannst meðvitundarlaus við Höfðatún í Reykjavík að morgni síðastliðins laugardags.

Þegar hann fannst var Össur með höfuðáverka og hefur honum verið haldið sofandi í öndunarvél síðan. Ekki er vitað hvernig Össur hlaut höfuðáverkana en lögregla hefur lýst eftir þeim sem geta gefið upplýsingar um málið.

Auk bænastundarinnar hefur verið stofnuð styrktarsíða fyrir Össur á Facebook. Hana má sjá hér.

Síminn hjá lögreglunni í Reykjavík er 444 -1000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×