Innlent

Telur að takmarka eigi ökutíma ungra ökumanna

Takmarka á þann tíma sem ungir ökumenn mega vera á götunum og banna að áfengi sé haft við hönd í bílnum, segir hollenskur sérfræðingur um hættuna af ungum ökumönnum.

Lýðheilsustöð, Slysavarnarráð og Umferðarráð gengust fyrir fundi í morgun um umferðaröryggi. Meðal þeirra sem þar töluðu var Divera Twisk, sviðsstjóri rannsókna á mannlegri hegðun hjá SWOV sem er hollensk stofnun um umferðarrannsóknir.

Hún sagði að hjá OECD-löndunum væru ungir ökumenn valdir að 27 prósentum banaslysa í umferðinni þrátt fyrir að vera aðeins 10 prósent mannfjöldans. Þá eru umferðarslys helsta orsök dauða fólks innan OECD á aldrinum 15-24 ára. Hún segir það vera vegna æsku þeirra, reynsluleysis, þau séu spennt í umferðinni og þau séu undir stýri þegar aðstæður eru ekki hagstæðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×