Innlent

Sektaður fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sektað karlmann um 170 þúsund krónur fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna fyrr á þessu ári en lögregla stöðvaði för hans í Svarfaðardal. Í fórum mannsins fannst enn fremur lítilræði af marijúana. Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann hafði ekki áður sætt refsingu. Auk sektarinnar var maðurinn sviptur ökuskírteini í eitt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×