Innlent

Franskar víkja fyrir gulrótum í dönskum íþróttahúsum

Danir hafa nú hleypt af stokkunum heilsuátaki sem meðal annars felst í því að hætt verður að selja franskar kartöflur í veitingasölum íþróttahúsa þar í landi.

Það er sveitarfélagið Haderslev sem ríður á vaðið með átakið en búist er við vakningu hjá fleiri íþróttafélögum og rekstraraðilum íþróttamannvirkja með haustinu. Í stað hinna fitulöðrandi frönsku kartaflna hyggjast iþróttafélögin selja gulrætur, ýmsa ávexti og heilsubollur. Talsmenn átaksins segja ótækt að bjóða upp á ruslfæði í íþróttahúsunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×