Innlent

Köflótti herinn fjölmennur á götum borgarinnar

Skringilega klæddir karlmenn valsa um götur Reykjavíkur þessa dagana í köflóttum pilsum, jafnvel með fjaðurskúf á höfði.

En eins og fótboltaáhugamenn vita eru þeir hingað komnir til að hvetja sína menn á landsleik Íslands og Skota í forkeppni HM sem fram fer á morgun.

Síðast þegar skoskir fótboltaunnendur mættu til landsins í sömu erindagjörðum tókst þeim að nánast þurrausa bjórdælur á helstu knæpum bæjarins. Því má gera ráð fyrir að vertar hafi nú gætt þess að birgja sig vel upp hvort sem mennirnir í skotapilsunum þurfa að drekkja sorgum sínum eða fagna sigri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×