Innlent

Þyrlan lent við Landspítala

Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt laust fyrir klukkan fimm í morgun af stað til að sækja fársjúkan sjómann um borð í rússneskan togara, sem er djúpt suðvestur af landinu. Hún lenti við slysadeild Landspítalans klukkan tuttugu mínútur yfir átta. Maðurinn mun hafa verið með blæðandi magasár.

Skömmu síðar var Fokker vél Gæslunnar sendur af stað til að fylgja þyrlunni, því langt flug er framundan. Beiðni um að sækja sjómanninn barst fyrir miðnætti, en þá var togarinn svo fjarri landi að þyrlan hafði ekki flugdrægi til að fljúga báðar leiðir.

Var togaranum því siglt á fullri ferði í átt til landsins í nótt til að stytta flugleiðina. Gott veður er á svæðinu og því kjöraðstæður til að ná sjómanninum upp í þyrluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×