Innlent

Leitað að sex ára stúlku við Vífilsstaðavatn

Lögregla og björgunarsveitir hafa verið kallaðar að Vífilsstaðavatni í Garðabæ til þess að leita að sex ára stúlku sem týndist þar.

Tilkynnt var um hvarfið fyrir um klukkustund að sögn lögreglu og voru þá björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu ræstar úr. Að sögn lögreglu var stúlkan með hópi við vatnið en virðist hafa orðið viðskila við hann.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingarfulltrúar Landsbjargar, er verið að skipuleggja leit að stúlkunni og eru björgunarsveitarmenn að streyma á vettvang. Með í för eru hundar sem hjálpa eiga til við leitina. Ekki liggur fyrir hvort leitað verður í vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×