Innlent

Stúlkan komin í leitirnar

Frá Vífilsstaðavatni.
Frá Vífilsstaðavatni. MYND/Helga

Sex ára stúlka sem leitað var að við Vífilsstaðavatn í Garðabæ nú eftir hádegið fannst heil á húfi um hálfþrjúleytið.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, talmanns Landsbjargar, ók björgunarsveitarmaður á fjórhjóli fram á stúlkuna á Vífilstaðavegi en það var um 1,3 kílómetrum frá þeim stað þar sem síðast sást til hennar.

Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan 13.40 til leitar og fannst stúlkan heil á húfi um hálfþrjúleytið eða tveimur og hálfum tíma eftir að hún hvarf. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og 100 manns höfðu hafið leit eða voru á leið til leitar þegar stúlkan fannst. Þá voru einnig kallaðir til níu leitarhundar og Landhelgisgæslan kom einnig að leitinni.

Stúlkan er nemandi við barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilstaðaveg. Að sögn Berglindar Brynjólfsdóttur, sálfræðings skólans, var stúlkan litla í útivist og skilaði sér ekki inn eftir að henni lauk. Því hófu kennararnir leit en þegar hún skilaði ekki árangri var kallað á lögreglu sem gerði björgunarsveitum viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×