Innlent

Vöruskiptahalli rúmir 30 milljarðar þar sem af er ári

Vöruskiptahalli í apríl reyndist 7,2 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem birtar eru í dag.

Fluttar voru út vörur fyrir 33,5 milljarða króna en inn fyrir tæpan 41 milljarð. Miðað við nýjar tölur yfir vöruskiptahalla á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur hallinn frá janúar til loka apríl um 32 milljörðum króna. Til samanburðar var hann um 22 milljarðar á sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×