Innlent

Ómerkti ákvörðun héraðsdóms um þóknun til verjanda

Hæstiréttur hefur ómerkt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli verjanda manns í fíkniefnamáli.

Héraðsdómur hafði ákvarðað lögmanninum 560 þúsund krónur í þóknun fyrir störf sín í þágu hins ákærða en lögmaðurinn var skipaður verjandi mannsins. Lögmaðurinn lét af störfum áður en málinu lauk og gerði kröfu um laun fyrir störf sín.

Héraðsdómur ákvarðaði honum áðurgreind laun en lögmaðurinn krafðist hærri þóknunar og leitaði því til Hæstaréttar. Hann komst hins vegar að því að málinu væri ekki lokið og því væri ekki tímabært að kveða á um þóknun til verjandans. Því var ákvörðun héraðsdóms ómerkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×