Innlent

Háskólakennari grunaður um alvarleg brot gegn börnum sínum

Háskólakennari hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 11. apríl vegna gruns um að hafa ítrekað nauðgað fjórum börnum sínum og vinkonu einnar dóttur sinnar. DV greinir frá þessu í dag. Þar kemur fram að elstu brotin hafi verið framin fyrir um fimmtán árum en þau yngstu í vetur.

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir manninum til 15. maí næstkomandi. Í blaðinu kemur fram að maðurinn hafi ítrekað flutt dætur sínar á milli skóla og að grunsemdir hafi vaknað í einum skólanna um að ekki væri allt með felldu. Yngsta dóttirin er sögð hafa greint fyrst frá brotum mannsins. Í blaðinu er einnig vitnað í yfirlýsingu frá skólanum þar sem maðurinn var kennari. Þar segir að honum hafi verið vikið frá störfum frá og með 11. apríl.

Heimildir DV herma einnig að um sérstaklega gróf brot sé að ræða og hefur blaðið eftir einum viðmælanda sinna að „fá mál hérlendis, ef nokkur, kæmust í líkingu við þetta."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×