Innlent

Skýrslutökur í lok næstu viku

Séra Gunnar Björnsson
Séra Gunnar Björnsson

Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld.

Stúlkurnar tvær sem um ræðir eru sextán og sautján ára gamlar og voru báðar virkar í starfi innan kirkjunnar. Málið hófst þegar foreldrar annarrar þeirrar ræddu við formann sóknarnefndar í byrjun apríl.

Hin stúlkan mun hafa hrökklast úr starfi innann kirkjunnar fyrir rúmu ári eftir meint áralangt kynferðislegt áreiti prestsins. Þegar hún heyrði af máli hinnar stúlkunnar brotnaði hún niður og kom líka fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×