Innlent

Eldur í sendiferðabíl

Eldur kom upp í sendiferðabíl, þegar honum var ekið eftir Reykjanesbrautinni á móts við álverið í Straumsvík í gærkvöldi. Hann magnaðist hratt, en ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir út úr bílnum. Eldur logaði glatt þagar slökkvilið kom á vettvang, en slökkvistarf gekk vel.

Eldsupptök eru ókunn. Þá kviknaði í torf- og timburkofa á lóð dagheimilisins Steinahliðar í Reykjavík í gærkvöldi og lagði mikinn reyk frá eldinum. Slökkviliðið brá á að ráð að fá gröfu á staðinn til að gramsa í rústunum þannig að hægt væri að slökkva í glæðum.

Tveir piltar sáust hlaupa frá kofanum í sama mund og eldruinn kom upp og eru þeir grunaðir um íkveikju, en ekki er vitað hverjir þeir eru




Fleiri fréttir

Sjá meira


×