Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi og farbanni vegna Keilufellsmáls

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta hús við Keilufell var vettvangur fólskulegrar árásar 22. mars.
Þetta hús við Keilufell var vettvangur fólskulegrar árásar 22. mars.

Fimm menn, sem grunaðir eru um að hafa ráðist með vopnum og ofstæki að sjö öðrum í húsi við Keilufell 22. mars síðastliðinn, hafa verið úrskurðaðir til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi og farbanni til 2. júní næstkomandi. Einn mannanna sætir gæsluvarðhaldi en hinir fjórir farbanni.

Mennirnir ruddust inn í húsið vopnaðir öxi, slaghömrum og járnröri og voru 12 saman. Veittust þeir að hinum sjö íbúum hússins sem slösuðust mismikið en einn var lagður inn á sjúkrahús eftir árásina. Árásarmennirnir voru handteknir næstu daga eftir árásina og lýst eftir einum sem að lokum gaf sig fram við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×