Fleiri fréttir

Sinueldur kveiktur í Setbergslandi

Enn var sinueldur kveiktur í Setbergslandi undir miðnætti í gærkvöldi og tók það sex slökkvililðsmen á tveimur slökkvibílum um það bil klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki náði að granda neinum mannvirkjum.

Olympíueldurinn kominn til Ástralíu

Olympíueldurinn kom í morgun til borgarinnar Canberra í Ástralíu eftir að hafa verið í Indónesíu þar sem nær engin mótmæli urðu.

Öklabrotnaði í bifhjólaslysi

Ökumaður bifhjóls öklabrotnaði og hlaut fleiri áverka, þegar hann missti stjórn á hjólinu á Kringlumýrarbraut í Fossvogi í gærkvöldi og féll af því.

Ölvaðir óku á grindverk

Bíl var ekið á grindverk, sem aðskilur vegarhelminga á Suðurlandsbraut á móts við Olís stöðina í nótt.

Hillary vann sannfærandi í Pennsylvaníu

Hillary Clinton vann nokkuð sannfærandi sigur á Barak Obama í Pennsylvaníu og þar með er útlit fyrir að barátta þeirra um hvort verði forsetaefni Demókrata muni standa langt fram á sumarið.

Ólympíueldurinn kominn til Ástralíu

Ólympíueldurinn kom til Canberra, höfuðborgar Ástralíu, í kvöld. Lent var með eldinn á herflugvelli þar sem fjöldinn allur af lögreglumönnum beið hans.

Stúlkubarni bjargað af villtum hundum

Hundruðir Indverja hafa flykkst til lítils þorps í Bihar héraði á Indlandi til þess að berja augum stúlkubarn sem fyrir kraftaverk var bjargað var af villtum hundum.

Eldur á Skúlaskeiði

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang en þegar þangað kom stóð mikill svartur reykur út um glugga á annari hæð hússins.

Ísland með í friðarviðræðum

Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum.

Lögreglumaður slasaðist við skyldustörf

Lögreglumaður slasaðist þegar vélhjól hans lenti út af Stapabraut í Innri-Njarðvík í dag. Lögreglumaðurinn var á leið á vettvang slyss sem varð skammt frá þegar þetta gerðist en hann virðist hafa ekið utan í bíl og keyrt útaf.

Ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm voru stöðvaðir á föstudag, átta á laugardag og fjórir á sunnudag.

Ók án réttinda öfugum megin í Ártúnsbrekkunni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dagt karlmann á sextugsaldri í 45 daga fangelsi fyrir að hafa ekið án ökuréttinda á öfugum vegarhelmingi í Ártúnsbrekkunni og fyrir að hafa stolipð rakvél í BYKO við Hringbraut.

Hæstiréttur og dómari í héraðsdómi deila í nauðgunarmáli

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi þá ákvörðun Péturs Guðgeirssonar héraðsdómara að hann ásamt Ásgeiri Magnússyni og Sigríði Ólafsdóttur skyldu víkja úr sæti dómara í máli á hendur Pólverja sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu. Þá átelur Hæstiréttur orð dómarans í úrskurði sínum.

Bandaríkjamaður grunaður um njósnir fyrir Ísraela

Bandarísk lögregluyfirvöld hafa handtekið þarlendan verkfræðing vegna gruns um að hann hafi afhent Ísraelum leynillegar upplýsingar um kjarnavopn, orrustuþotur og eldflaugar á árunum í kringum 1980.

Sigrún Elsa í stjórn REI

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, hefur tekið sæti í stjórn Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR. Frá þessu var gengið á hluthafafundi í gær.

Geir fundaði með Cameron og Hague

Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í dag fund með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og William Hague, talsmanni flokksins í utanríkismálum.

Missti stjórn á skapi sínu í mótmælaaðgerðum

Ökumaður sem tafðist vegna mótmæla vörubílstjóra á Vesturlandsvegi í Reykjavík eftir hádegi í dag missti stjórn á skapi sínu og ók með ofsa meðfram vegkantinum fram úr röð bíla sem sátu fastir.

Íslendingar með sendifulltrúa í Palestínu

Íslendingar verða með sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínu. Frá þessu var greint á blaðamannafundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Ráðherrabústaðnum.

Herþotur í lágflugi á Akureyri

Tvær herþotur flugu í tvígang lágflug yfir Akureyri í morgun. Að sögn sjónarvotta fylgdi þotunum mikil læti. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða F-16 þotur danska hersins sem væru hér við æfingar.

Lögreglan er að biðja um stríð

Vörubílstjórar mótmæltu fyrir utan Bessastaði fyrir stundu og gengu mótmælin vel að sögn Sturlu Jónssonar þar til lögreglan byrjaði að taka myndir af bílstjórunum. Hann segir að ákveðið samkomulag hafi verið í gildi sem lögreglan hafi brotið.

Kosning hafin í Pennsylvaníu

Forkosningar demókrata í Pennsylvaníu-ríki vegna bandarísku forsetakosninganna hófust klukkan ellefu í morgun en mikil spenna er fyrir þær.

OR segist luma á leynivopni gegn hveralykt

Hvergerðingar hafa áhyggjur af hljóð-, lykt-,vatns- og sjónmengun af fyrirhuguðum virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellsiheiði en Orkuveitan segist luma á leynivopni til að eyða hvimleiðri hveralykt.

Enginn kemst upp með að innheimta seðilgjöld

Það kemst enginn upp með að halda áfram að innheimta seðilgjöld, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Neytendastofa hafi skýra heimild til að sekta þær opinberu stofnanir sem þrjóskist við að afnema gjöldin.

Vörubílstjórar mótmæla við Bessastaði

Vöruflutningabílstjórar eru á leið upp að Bessastöðum til að mótmæla, en þar stendur nú yfir hádegisverður til heiðurs Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu. Sturla Jónsson, talsmaður vöruflutningabílstjóra, segir að mikil löggæsla sé í kringum vöruflutningabílstjórana. Hann segir að ekki standi til að stöðva umferð, en bílstjórarnir muni aka um á löglegum hraða til að vekja athygli á málstað sínum.

Vilja að starfsfriður skapist til framtíðar á Landspítala

„Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) skorar á stjórnendur Landspítala að fresta nú þegar fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeildum spítalans og afstýra þannig því neyðarástandi sem skapast ef stærstur hluti skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga lætur af störfum um næstu mánaðarmót.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Með kókaín og kannabis í kerfinu

Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í liðinni viku og hafði meðal annars afskipti af ökumanni sem ók of hratt á Vesturlandsvegi.

Sjá næstu 50 fréttir